Glæsismíð Njarðar
sksiglo.is | Almennt | 20.03.2014 | 11:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 636 | Athugasemdir ( )
Skagaströndin
Síðastliðið ár hefur Njörður Jóhannsson verið með
bátslíkan í smíðum.
Skipið sem Njörður hefur verið að smíða er eftirmynd hákarlaskipsins Skagastrandar sem kom til Skagastrandar 1858. Fyrsti skipstjóri á skipinu var Sveinn Sveinsson. Eftir fyrsta árið fá þeir Friðrik Jónsson á Bakka til að dekka skipið, en Friðrik nam skipasmíði í Danmörku.
Í smíðina notaðist Njörður við rekavið í dekkverkið og
furu í skipsskrokkinn sjálfan.
Í skipinu eru 3058 naglar og öll smíði að sjálfsögðu handunninn
og greinilegt er að hér hefur verið vandað vel til verka og skipið er allt hið glæsilegasta. Semsagt ótrúleg smíð og mikil
nákvæmnisvinna og vandvirkni hefur ráðið för hjá Nirði.Eins og gefur að skilja þá fer ógurlegur tími í svona verkefni
og ótrúlegt er sjá hvernig Njörður hefur náð að draga fram hin minnstu smáatriði skipsins.
Sæmundur Jónsson, b. og skipstjóri á Ysta-Mói í Flókadal
o.v. - F1831 á Lambanes-
Úr bókinni Skagfirskar æviskrár.
Úr bókinni Skútuöldin okkar.
Sjón er sögu ríkari og hér eru nokkrar myndir sem ná að sýna skipið að einhverju leyti þó alltaf sé skemmtilegast að fá að sjá það með berum augum eins og sagt er og vonandi ná myndirnar að sýna hversu mikið Njörður leggur upp úr því að hafa öll smáatriði í lagi.
Hér eru þeir Njörður og Örlygur að skoða skipið.
Hér er Njörður að stilla skipinu upp fyrir myndatöku.
Hér sést lýsingin í skipinu vel.
Hér sést fyrsta þrep og hluti af koju í fremri lúkar.
Siglingaljósin.
Hér er svokölluð "Festa"
Festan kom í staðinn fyrir "anker" hér áður fyrr.
Hér sjáum við niður í lest.
Hér er rennan niður í lest. Áhaldið sem Njörður heldur á heitir "ausa"
Verkfærin. Frá vinstri , ausa, rotari eða drápari, beinn skurðarhnífur, boginn skurðarhnífur og svo
goggur lengst til hægri.
Athugasemdir