Gúmmíbáturinn í höfninni

Gúmmíbáturinn í höfninni Ungliðar í Björgunarsveitinni Strákum, eða Smástrákar eru nú í svokölluðu gúmmíbátamaraþoni. Gúmmíbátamaraþonið er fjáröflun

Fréttir

Gúmmíbáturinn í höfninni

Ungliðar í Björgunarsveitinni Strákum, eða Smástrákar eru nú í svokölluðu gúmmíbátamaraþoni.
 
Gúmmíbátamaraþonið er hluti af fjáröflun fyrir starfi næsta veturs og var unnið í því að safna áheitum nýlega.
 
Áætlað er að vera 2 sólahringa í bátnum.
 
Eins og segir í orðsendingu sem okkur barst frá björgunarsveitinni þá er unglingadeildin Smástrákar eina unglinga starfið sem er ekki styrkt af bænum (Fjallabyggð) og eini kostnaður fyrir foreldra er smá ferðakostnaður og peysukaup. En með því að fara í fjáraflanir eins og þessa er hægt að halda ungliðastarfinu áfram og meiri möguleiki er á að endurnýja búnað sem þarf í þetta óeigingjarna starf.

Glæsilegt hjá björgunarsveitinni og vonandi hafa sem flestir styrkt þetta góða málefni.

Gúmmíbáturinn er staðsettur í höfninni beint fyrir framan Síldarminjasafnið.
 
 smástrákar
 
smástrákar
 
 

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst