Hannyrðarkvöld á Bókasafninu
Nýráðin forstöðumaður, bókasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir mætti á fyrsta hannyrðakvöld bókasafnsins síðastliðin þriðjudag.
Þessi kvöld hafa verið vinsæl og góð mæting alla jafna. Hér hittast konur (karlar velkomnir líka) með handavinnuna sína og það er mikið spjallað, litið í helstu blöð og tímarit og að sjálfsögðu er handavinnan rædd.
Hannyrðakvöldinu eru tvo þriðjudaga í mánuði frá kl. 20.00-22.00 og er bókasafnið einnig opið á sama tíma. Næsta hannyrðakvöld er þriðjudaginn 25. mars og Hrönn hvetur alla til að mæta.
Einnig má benda á að frá og með 1. febrúar síðastliðnum eru bókasöfnin bæði á Siglufirði og Ólafsfirði opin alla virka daga. Hrönn er við alla morgna í Bókasafninu á Siglufirði og er fólki velkomið að banka uppá á.
Hér eru svo nokkrar myndir sem Guðný Páls sendi okkur.
Hrönn og Valgerður kennari í Menntaskólanum á Tröllakaga
Sigga, Hrönn Einars, Gréta, Kolla og Björg.
Björg, Kolla og Lísa
Gréta, Regína og Þórný.
Lísa gluggar í bækur.
Athugasemdir