Héðinsfjarðará til Stangveiðveiðifélags Siglfirðinga
sksiglo.is | Almennt | 30.12.2014 | 10:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 983 | Athugasemdir ( )
Þann 28. desember var undritaður samningur milli veiðiréttarhafa í
Héðinsfirði og Stangveiðveiðifélags Siglfirðinga um veiði í Héðinsfjarðará. Samningurinn er til eins árs í senn.
Sala veiðileyfa til félagsmanna hefst fljótlega eftir áramót og mun Hörður Júlíusson sjá um Héðinsfjarðaránna fyrir
hönd Stangveiðifélagsins og er rétt að hafa samband við Hörð Júlíusson í tölvupóstihordur@holshyrna.com.
Samningar um Flókadalsá eru á lokastigi og ætti sala veiðileyfa þar
að hefjast fljótlega á nýju ári, en Jón Heimir Sigurbjörnsson mun eftir sem áður sjá um sölu veiðileyfa þar. Rétt
er að hafa samband við Jón í tölvupósti jonjhs@simnet.is.
Félagsmenn í Stangveiðifélaginu hafa eftir sem áður aðgang að
veiði í Fljótaá og mun Gunnlaugur Guðleifsson sjá um sölu veiðileyfa þar. Rétt er að hafa samband við Gunnlaug í
tölvupóstigunnlaugursg@simnet.is.
Stangveiðifélag Siglfirðinga
Athugasemdir