Héðinsfjarðartrefillinn
Innsent efni.
Við vígslu Héðinsfjarðargangnanna, árið 2010, var tilbúinn 11,5 kílómetra langur trefill sem var lagður niður og náði frá miðbæ Siglufjarðar til miðbæjar Ólafsfjarðar.
Þessu takmarki var náð með hjálp yfir 1400 manns, , frá Íslandi og víða annar staðar úr heiminum, sem hjálpuðu til við að tengja Vesturbæinn og Austurbæinn, fyllilega, á hlýjan og mjúkan hátt.
Frá upphafi gat ég ekki hugsað mér að allir þessir bútar sem fólk var búið að leggja vinnu við að gera til að ná þessu takmarki, færu í ruslið í framhaldi af vígslunni.
Ég ákvað því strax að hann yrði nýttur til góðs. Úr urðu 1001 treflar sem hafa verið og eru enn seldir til styrktar Umhyggju, félagi til styrktar langveikum börnum, bæði á vinnustofunni hjá mér og hjá Handprjónasambandinu í Reykjavík. Með því hafa safnast yfir 700.000.
Trefillinn hefur einnig verið nýttur í ábreiður og annað hlýtt og gott sem gefið hefur verið áfram til þeirra sem þurft hafa á að halda og til listaverka.
Nú eru síðustu bútar Héðinsfjarðartrefilsins farnir út. Allir 11,5 kílómetrarnir voru nýttir til góðs. Ég vil því þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn fyrir gott verk.
Þetta einstaka verk verður ekki endurtekið.
Fríða
Athugasemdir