Hraustir menn stíga á stokk

Hraustir menn stíga á stokk Karlakórinn Hreimur og Ljótu hálfvitarnir í Hofi Það er alls ekki sjálfgefið að klikkaðar hugmyndir virki, svo þegar þær gera

Fréttir

Hraustir menn stíga á stokk

Karlakórinn Hreimur og Ljótu hálfvitarnir í Hofi

Það er alls ekki sjálfgefið að klikkaðar hugmyndir virki, svo þegar þær gera það er um að gera að endurnýta þær.

Þess vegna ætla Karlakórinn Hreimur og Ljótu hálfvitarnir að endurtaka sína sameiginlegu tónleika – nú í menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardagskvöldið 14. nóvember nk. Þessar rugluðu reytur vöktu mikla hrifningu gesta sem fylltu bæði Háskólabíó og félagsheimilið að Ýdölum sl. vor. 

Tónleikarnir verða með því sniði að Hreimur og Hálfvitar flytja hvorir um sig nokkur lög, en einnig verður öllu hrært saman – Hálfvitarnir setja sín fingraför á nokkrar þekktar kórperlur og Hreimsmenn hefja upp raust sína í lögum Hálfvitanna, sem voru sérstaklega raddsett fyrir tilefnið. Hljómsveitin hefur nýlega sent frá sér sína fimmtu plötu, sem ber nafnið Hrísey, og tóndæmi af henni verða á efnisskránni. Stjórnandi Hreims er Steinþór Þráinsson og undirleikari Steinunn Halldórsdóttir

Þegar ljóst var að tónleikarnir í Hofi myndu seljast upp var ákveðið að endurtaka leikinn strax að þeim loknum, kl. 23 sama kvöld, en þeir fyrri hefjast kl. 20. Sannarlega hraustir menn hér á ferð! Enn er hægt að fá miða á miðnæturtónleikana á mak.is.

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA ODDUR BJARNI ÞORKELSSON, 895 6728 OG GUÐUMUNDUR JÓNSSON, 893 4906.

TÓNDÆMI: https://www.youtube.com/watch?v=BMlDRyr8qgg


Athugasemdir

14.apríl 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst