Hreimur og Made in Sveitin
Fyrir rétt tæpu ári síðan steig þessi magnaða ballhljómsveit á stokk í Rauðku og hélt þar eftirminnilegt ball á sunnudegi verslunamannahelgarinnar. Munu þeir félagar nú stíga aftur á stokk tvö kvöld, laugardag og sunnudag og trilla líðinn sem fyrr.
Í fyrra mættu þeir tvisvar á Rauðku, um páskana og verslunamannahelgina, og voru þau böll með þeim eftirminnilegri sem haldin hafa verið á Rauðku. Hreimur segir að þeim hlakki mikið til að koma aftur norður og spila, enda var stemmningin þvílík í fyrra.
Af einhverjum orsökum rataði nafnið Land og Synir inná kynningarefni varðandi Síldarævintýrið og er því vert að leiðrétta þann misskilning segir í tilkyninngu frá Rauðku. Hreimur og Made in Sveitin munu halda uppi stemmningu hjá okkur bæði kvöldin líkt og í fyrra og verður þeim sem kaupa miða fyrir bæði kvöldin boðinn sérstakur díll.
Athugasemdir