Íslensk bæjarfjöll

Íslensk bæjarfjöll Út er komin bókin Íslensk bæjarfjöll. Í henni eru gönguleiðalýsingar og ljósmyndir tengdar öllum bæjum á Íslandi, stórum og smáum. Hver

Fréttir

Íslensk bæjarfjöll

Út er komin bókin Íslensk bæjarfjöll. Í henni eru gönguleiðalýsingar og ljósmyndir tengdar öllum bæjum á Íslandi, stórum og smáum. Hver bær á sér einkennisfjall eða fjöll. Þegar Siglfirðingar eru spurðir um sitt uppáhaldsfjall nefna langflestir Hólshyrnuna. „Ótal málverk og myndir bera með sér hvaða sess Hólshyrnan skipar í hugum heimamanna“ – segir í Siglufjarðarkaflanum. Hann er sex blaðsíður og er ásamt Dalvíkurkaflanum sá lengsti í bókinni. Bókarkápuna prýðir ljósmynd af Siglufirði. 

 

Auk stuttrar leiðarlýsingar um Hólshyrnu er önnur um vesturfjöll Siglufjarðar, frá Siglufjarðarskarði til Stráka. Átta toppa ferð þar sem sér til sjö eða jafnvel átta sýslna í vestri og austri.

 

Múlakolla var valin einkennisfjall Ólafsfjarðar og um hana er fjallað á fjórum síðum. Höfundur bókarinnar, Þorsteinn Jakobsson, Fjalla-Steini, virkjaði fjölda fólks víða um land og fékk frá því texta og myndir. Örlygur Kristfinnsson miðlaði Siglufjarðarefninu í bókina og Björn Þór Ólafsson er leiðsögumaður í Ólafsfjarðarkaflanum.

 

Útgefandi er Tindur á Akureyri.
Öll höfundalaun bókarinnar renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst