Ja nú eru líklega margir hissa

Ja nú eru líklega margir hissa Það er byrjað að snjóa. Síðastliðna tvo daga hefur snjóað ansi vel á Sigló. Líklega kemur þetta mörgum í galopna skjöldu

Fréttir

Ja nú eru líklega margir hissa

Það er byrjað að snjóa.

Síðastliðna tvo daga hefur snjóað ansi vel á Sigló.

Líklega kemur þetta mörgum í galopna skjöldu og furða sig á því að veturinn sé að koma núna. Og allt fullt af snjó.

Þessar myndir eru að sjálfsögðu aðalega teknar fyrir brottflutta Siglfirðinga sem þrá það að koma heim í snjóinn. Bílar fastir hingað og þangað, menn að moka og margt meira skemmtilegt. 

Mér finnst samt svona á fólki sem ég hef rætt við í morgun að það sé ekkert sérstaklega upprifið yfir þessu hvítagulli þó svo að ég sé hæstánægður með þetta.

Það er líka svo gaman fyrir krakkana að fá að leika sér aðeins í snjónum. Væri ekki tilvalið að sleppa sjónvarpsglápi eitt kvöld og hendast út með krakkana á snjóþotu eða snjóhúsagerð. Svona eins og þetta var í gamla daga áður en tölvurnar komu. Það væri jafnvel hægt að gera smá viðburð um það. "Snjóþotudagurinn á Sigló". Bara pæling sem átti ekkert endilega að koma með þessari umfjöllun en við látum það flakka.Ég sé fyrir mér keppni á milli barna og fullorðinna. Margir góðir kandídatar í snjóþotukappi fullorðinna koma strax upp í hugann eins og til dæmis, Siggi Prestur, Hjalti Gunnars, Gulli Stebbi, Höddi Júll, Skarphéðinn Fannar, Halldór Hafsteins, Óli Biddýar, Kidda Kristjáns og svona er hægt að telja endalaust upp. Ég tel bara upp karlana núna stúlkur. Ég er samt feministi þó ég telji enga stúlku upp í þessu.

(ATH!!. Villupúkkinn minn, hún Ólöf mín fór ekki yfir stafsetningu á þessari frétt þannig að mjög líklega eru einhverjar stafsetningarvillur í þessu.)

snjórÞað vantar ekki snjóin á þak neðra skólahússins.

snjórSkaflar komnir hingað og þangað um bæinn.

snjórEinn fastur.

snjórAnnar á kafi.

snjórÞessi mynd er tekin fyrir framan prentsmiðjuna, hér sést Suðurgata 10 og svo ekki meir.

snjórTormod Enge að moka og skemmti sér konunglega við það sagði hann. Reyndar hef ég heyrt að Tormod sé einn af þeim sem alltaf er að og hann handmoki stundum suðurbæinn þegar hann hefur ekkert annað að gera. Ég spurði Tormod hvort honum fyndist þetta ekki æðislegt og hann var ekki lengi að svara. Jú að sjálfsögðu, því það væri jú nú einu sinni vetur. 

Meira af myndum hér.


Athugasemdir

11.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst