Jói Mara með allt úti
sksiglo.is | Almennt | 24.05.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 659 | Athugasemdir ( )
Þegar ég keyrði Hólaveginn fyrir stuttu síðan var alveg hreint
hellingur af allskonar mótorhjólum fyrir utan hjá Jóa Mara.
Jói var að taka til og endurraða í bílskúrnum, en eins og sést
þá vantar ekki hjólin hjá Jóa.
Hann á "nokkur hjól" sem eru líklega orðin sjaldséð
núorðið og svo að sjálfsögðu Johnson vélsleðann sem er á kerrunni hjá honum.
En Jói hefur verði duglegur að safna hjólum og hefur sent fjöldamörg
hjól og vélsleða á söfn hingað og þangað um landið.
Ég bað nú Jóa um að fá að taka eina mynd af honum fyrir framan hjólin en hann var fljótur að tilkynna mér það að hann sjálfur væri nú alls ekkert myndefni en ég mætti taka eins margar myndir af hjólunum og ég vildi.
Hér er eitt gamalt.
Þetta er búið að lengja.
Johnson vélsleðinn gamli.
Það erlíka hægt að finna fjórhjól hjá Jóa.
Athugasemdir