Jónsmessumótiđ í strandblaki
Mánudagskvöldið 16.júní fór fram Jónsmessumótið í strandblaki við völlinn hjá Rauðku.
18 stúlkur og 10 drengir tóku þátt og var dregið í lið fyrir mót.
Mótið fór fram í flottu veðri en það hófst kl 20:30 og lauk um kl 01:00. Nokkur fjöldi fólks leit við á vellinum og horfði á og fín stemmning skapaðist.
Veitt voru verðlaun fyrir tvö efstu sætin í hvoru kyni og voru verðlaunin frá Kjarnafæði. Hjá stelpunum sigruðu Gilla og Hólmfríður þær Maju og Rebekku í úrslitaleik en hjá strákunum sigruðu Gulli og Hössi en Karol og Jakob náði öðru sætinu.
Næsta mót á vellinum fer fram fimmtudaginn 3.julí en þá er paramót þar sem pör skrá sig til leiks (stelpa-strákur eða stelpa-stelpa).
Fra vinstri. Rebekka, Maja, Gilla og Hólmfríður.
Jakob, Carol, Gulli og Hössi.
Myndir og texti : Óskar Þórðarson.
Athugasemdir