Kleinusala 10. bekkjar
sksiglo.is | Almennt | 03.10.2014 | 09:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 420 | Athugasemdir ( )
Á laugardaginn munu nemendur 10. bekkjar ganga í hús og bjóða íbúum Fjallabyggðar nýbakaðar kleinur.
Kleinubaksturinn hefur verið aðal fjáröflunarleið 10. bekkjar um áraraðir og ætlum við að baka reglulega í allan vetur.
Ágóðanum verður varið í óvissuferðina okkar sem farin verður í lok skólaárs.
Við vonumst til að þið takið okkur fagnandi eins og þið hafið hingað til gert.
Bestu kveðjur,
10. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar.
Athugasemdir