Knattspyrnufélag Siglufjarðar á facbook

Knattspyrnufélag Siglufjarðar á facbook Á facebook er komin ansi skemmtileg síða merkt Knattspyrnufélagi Siglufjarðar eða K.S. Á síðuna eru komnar inn

Fréttir

Knattspyrnufélag Siglufjarðar á facbook

Á facebook er komin ansi skemmtileg síða merkt Knattspyrnufélagi Siglufjarðar eða K.S. 
 
Á síðuna eru komnar inn gamlar og skemmtilegar myndir sem maður gleymir sér algjörlega við að skoða. Mann langar hreinlega að fara að sparka bolta aftur þegar maður sér þessar myndir, sem rjátlar nú reyndar fljótt af manni þegar maður reynir að standa upp úr stólnum eftir að hafa skoðað myndirnar.
 
Við mælum hiklaust með því að gamlir KS-ingar kíki þarna við og hugsanlega getið þið bætt einhverjum myndum inn í þetta skemmtilega myndasafn sem nú er þar fyrir.
 
Þarna eru meðal annars myndir af hinum eina sanna Billy sem líklega flest-allir dáðu og dýrkuðu þegar hann var þjálfari liðsins ásamt mörgum öðrum skemmtilegum myndum af hinum og þessum. 
 
Hér er slóðin á facebook síðu K.S. https://www.facebook.com/ksknattspyrna

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst