Kom blíđa tíđ!Jólatónleikar í Akureyrarkirkju 11. desember.

Kom blíđa tíđ!Jólatónleikar í Akureyrarkirkju 11. desember. Brátt kemur hin blíđa tíđ jólanna og ţá ćtla félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi ađ leggja sitt

Fréttir

Kom blíđa tíđ!Jólatónleikar í Akureyrarkirkju 11. desember.

Brátt kemur hin blíða tíð jólanna og þá ætla félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi að leggja sitt af mörkum og efna til jólatónleika á aðventu. Á tónleikunum verða jólasöngvar úr ýmsum áttum, bæði innlendir og erlendir. Rólegir og hátíðlegir söngvar, en einnig léttir og fjörugir. 

Jólatónleikar í Akureyrarkirkju eru ákaflega hátíðleg stund. Tónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis í kirkjunni fyrir síðustu jól tókust sérlega vel, fullt hús og mikil stemmning. Engin ástæða er til annars en að ætla að það sama verði uppi á teningnum í þetta sinn.

Stjórandi kórsins er Hjörleifur Örn Jónsson og meðleikari Risto Laur. Á tónleikunum kemur fram fjöldi einsöngvara og með futningi sínum vill þessi samstillti hópur skapa aðventu- og jólastemmningu eins og hún best getur orðið.

Karlakór Akureyrar-Geysir
KAG kvartettinn
                             Þórólfur Ingvarsson, einsöngur
Magnús Hilmar Felixson, einsöngur
Jónas Þór Jónasson, einsöngur
Ari Erlingur Arason, einsöngur
Gísli Rúnar Víðisson, einsöngur
Birgir Björnsson, einsöngur
Þorkell Pálsson, einsöngur
Rannveig Elíasdóttir, einsöngur
Rósa María Stefánsdóttir, einsöngur                         

Tónleikarnir verða fimmtudaginn 11. desember og hefjast kl. 20:00. Aðgangseyrir er 3.000 krónur.

Frekari upplýsingar veita; Hjörleifur Örn Jónsson, í síma 697-5845 og Björn Jósef Arnviðarson, í síma 897-0210.


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst