Kveðja til Siglfirðinga frá Gisellu Schmidt
sksiglo.is | Almennt | 17.02.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1006 | Athugasemdir ( )
Anna Marie Jónsdóttir og Steingrímur Garðarsson fóru til
Þýskalands um síðust jól í heimsókn til sonar síns, Jóns Garðars sem stundar nám í Þýskalandi.
Jón Garðar er lærður verkfræðingur og er núna í
doktorsnámi í verkfræði sem hann áætlar að klára á næsta ári. Á meðan dvöl þeirra í
Þýskalandi stóð fóru þau hjónin Anna og Steingrímur ásamt Jóni Garðari syni sínum og fjölskyldu til Gisellu Schmidt
Rudólfsdóttur.
Gisella er ekkja Gerhard Schmidt sem var skólastjóri tónskóla Siglufjarðar
og líklega margir muna eftir.
Gerhard lést í Þýskalandi í septembermánuð árið
2010 eftir að hafa átt við veikindi að stríða um nokkurt skeið.
Gisella vill koma fram kærri kveðju til allra Siglfirðinga með þökk fyrir
árin sem þau hjónin áttu hér.
Anna Marie sendi okkur svo nokkrar myndir frá heimsókninni til Gisellu.



Athugasemdir