Friðrik Ómar verður með tónleika í Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 9. apríl
KVEÐJA
-sálmar og saknaðarsöngvar-
Tónleikaferð Friðriks Ómars í kirkjum landsins
Platan KVEÐJA með Friðriki Ómari kom út í nóvember á sl. ári. Platan varð ein sú mest selda á landinu fyrir jólin en hún innihélt ýmsa sálma og saknaðarsöngva flutta af Friðriki Ómari í frábærum útsetningum hans sjálfs og Þóris Úlfarssonar píanóleikara. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að fylgja velgengni plötunnar eftir í kirkjum víðsvegar um landið í mars og apríl 2014. Á tónleikunum flytur Friðrik lög eins og Hærra minn guð til þín, Heyr mina bæn, Kveðja, Söknuður, Í bljúgri bæn og Ave
Næstu tónleikar:
8. apríl: Blönduóskirkja
9. apríl: Siglufjarðarkirkja
10. apríl: Dalvíkurkirkja
11. apríl: Húsavíkurkirkja
12. apríl: Vopnafjarðarkirkja (kl.16:00)
12. apríl: Þórshafnarkirkja
13. apríl: Norðfjarðarkirkja
14. apríl: Seyðisfjarðarkirkja
16. apríl: Hafnarkirkja
Allir tónleikarnir hefjast kl. 20:30 en húsið opnar kl. 20:00.
Miðaverð er aðeins 2500 krónur en miðasala er eingungis við innganginn.
Meira um Friðrik Ómar
Heimasíða Friðriks Ómars www.fridrikomar.com
Friðrik Ómar á facebook:
Athugasemdir