Kvöldferðir á Siglunes og/eða að Selvíkurvita

Kvöldferðir á Siglunes og/eða að Selvíkurvita Í sumar hyggst nýstofnað ferðþjónustufyrirtæki Huldu og Gests, Topmountinering, bjóða upp á sólsetursferðir

Fréttir

Kvöldferðir á Siglunes og/eða að Selvíkurvita

Í sumar hyggst nýstofnað ferðþjónustufyrirtæki Huldu og Gests, Topmountinering, bjóða upp á sólsetursferðir út á Siglunes þar sem gengið verður um nesið og náttúran og sögulegar minjar skoðaðar. 

Ef farið er að Selvíkurvita er möguleiki að ganga upp Kálfsdalinn að Kálfsvatni og njóta ósnortinnar náttúru og kyrrðar og jafnvel hægt að fá sér sundsprett í vatninu.

Auk ferðanna hér fyrir ofan er boðið upp á fjölbreyttar gönguleiðir eftir getu hvers og eins, t.d. gönguferðir eftir Nesskriðum, eftir Nesdalnum yfir Kálfsskarð og fleira. 

Nánari upplýsingar í síma 898 4939og á heimasíðu fyrirtækisins: http://topmountaineering.is/ og http://toptrip.is.

Hér fyrir neðan koma svo nokkrar myndir sem voru teknar í boðsferð út á Siglunes með þeim Gesti og Huldu fyrir stuttu síðan.

SiglunesGestur að fara yfir helstu öryggisreglur áður en lagt er í hann.

siglunesHrönn Einarsdóttir klár í að fara út á nes.

siglunesHulda var spennt að komast út á Siglunes.

siglunesÁ leið út á nes.

siglunesHér eru þeir Gestur og Siggi að ræða málin.

siglunesSiggi var duglegur að segja sögur af hinu og þessu. Stundum virkaði hann á mann eins og hann væri víkingur, þar sem hann stóð og sagði sögur og þykkt og fagurt hárið flaksaði í golunni. 

SiglunesHópurinn kominn út á nes og byrjaður að skoða.

SiglunesAndrés Magnússon og Margrét Guðmundsdóttir voru með í för.

Siglunes

SiglunesGestur.

siglunesÁ heimleið.

SiglunesÁ heimleið.

siglunesKomin til baka.

Og svo miklu meira af myndum hér.


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst