Landsmót kvæðamanna 2014
Stemma, landsamband kvæðamanna, hélt landsmót hér á Siglufirði um síðustu helgi.
Mótið hófst á föstudagskvöldi með því að Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen héldu tónleika í Bátahúsinu.
Á laugardeginum var boðið upp á námskeið í tvísöngvum, kveðskaparlist og bragfræði rímna. Um kvöldið kom fólk saman á kvöldvöku þar sem kvæðamenn stigu á stokk og skemmtu sér og öðrum.
Landsmótinu lauk með aðalfundi Stemmu á sunnudagsmorgni.
Samdóma álit mótsgesta var að vel hefði tekist til og Siglufjörður sannarlega „vagga“ kveðskaparlistar líkt og þjóðlaga.
Námskeið í tvísöngvum.
Tveir góðir saman Sigurður Sigurðsson dýralæknir og Páll Helgason
Kvæðamenn á góðri stund.
Athugasemdir