Langar þig að læra strandblak?
Í næstu viku verður haldið strandblaksnámskeið á strandblaksvellinum við Rauðku á Siglufirði.
Námskeiðið verður mánudag, þriðjudag og miðvikudag (02.-04.júní 2014) í 90 mínútur í senn. Námskeiðið fer fram seinnipart dags og/eða um kvöldið.
Verð á námskeiðið er 4.000.- og skráning fer fram á oskar@mtr.is eða í síma 699-8817. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Anna María Björnsdóttir og Óskar Þórðarson.
Fimmtudaginn 05.júní verður svo haldið Einstaklingsmót í strandblaki þar sem dregið verður í lið fyrir hverja umferð og spilaðir stuttir leikir á tíma (verð 1.000.- pr einstakling). Því er tilvalið að skella sér á stutt námskeið og læra grunnatriðin í strandblaki og mæta svo á mótið.
Athugasemdir