Leikskólabörnum fjölgar

Leikskólabörnum fjölgar Ég hafði samband við Kristínu Maríu hjá leikskólanum Leikskálum til þess að spyrja um ástæðu þess að elstu börnin voru færð til í

Fréttir

Leikskólabörnum fjölgar

Ég hafði samband við Kristínu Maríu hjá leikskólanum Leikskálum til þess að spyrja um ástæðu þess að elstu börnin voru færð til í Grunnskóla Siglufjarðar fyrir stuttu síðan.
 
Í byrjun desember voru nemendur 59 og sex börn á biðlista. Í lok desember voru börnin 59 en  börnin á biðlistanum voru orðin 12. Þrjú börn byrjuðu í aðlögun 2. janúar og þar með voru allar deildar fullsetnar.   
 
Á leikskólanum leituðum við leiða þannig að hægt yrði að taka á móti öllum börnunum, sú hugmynd kom upp að athuga hvort að það væri laus stofa  fyrir elstu börnin í grunnskólanum.  Skólastjóri grunnskólans tók vel í hugmyndina og um miðjan janúar var farið af stað og hugmyndin útfærð og kynnt foreldrum elstu barna og tóku þau mjög jákvætt í þá hugmynd að börnin færu niður í neðra skólahús.  04. febrúar tók stjörnudeild til starfa í grunnskólanum og þar eru 10 börn og tveir frábærir kennarar.  
Börn og kennarar voru mjög spennt fyrir flutningi og hefur starfið gengið mjög vel.   
Grunnskólinn tók mjög vel á móti þeim og allir tilbúnir að leggja þeim hjálparhönd þannig að þetta gangi sem best.   Deildin verður opinn fram á sumar. 
En það urðu einnig tilfærslur á Leikskálum þ.e. að flytja varð börn á milli deilda ásamt því að nokkrir kennarar voru færðir til.  Það er gaman að segja frá því hvað allir hafa tekið þessu vel og eru jákvæðir yfir þessum breytingum jafnt starfsmenn og foreldrar.      
 
Þannig að í dag er leikskólinn með fjórar deildar og börnin verða 71 þegar aðlögun lýkur í þessari viku.  
 
Í Leikskólanum Leikskálum  vinna í dag 19 starfsmenn flestir í 100% vinnu.  Leikskólakennarar eru fimm ásamt einum aðstoðarleikskólakennara, þroskaþjálfar eru tveir, leiðbeinendur eru 11 ásamt matráð, en allur matur er eldaður frá grunni á staðnum.  (Við höfum heimsins besta kokk).   

Nú erum við farnar að huga að haustinu og þeim fjölda sem kemur til með að vera í húsinu og hvernig við munum leysa það verkefni.  Það eru bara spennandi tímar framundan hjá okkur. 
Einkunnar orðinn  okkar eru : "Við bjóðum góðan dag, alla daga". 
 
Einkunnarorð leikskóla Fjallabyggðar eru : "Leikur að læra", sem vísar til þess að börn læri í gegnum leikinn og leikurinn er mikilvægasta náms- og þroskaleið þeirra, við leggjum líka áherslu á lífsleiknikennslu.  
 
Við tökum fyrir eitt hugtak eða dygð á hverri önn og skoðum það frá mörgum hliðum.  Fyrir áramót tókum við fyrir ábyrgð og nú er það hófsemi.  
Við viljum hvetja bæjarbúa til að kynna sér starfið sem fram fer í leikskólanum t.d. með því að fara á heimasíður leikskólans Fjallabyggðar  http://www.leikskolinn.is/leikskalar og http://www.leikskolinn.is/leikholar 
 
Dagur leikskólans er 6. febrúar.  6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og er þessi dagur samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningamálaráðuneytis, Samband íslenskra sveitafélaga og Heimilis og skóla.  
Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. 
 
Við þökkum Kristínu kærlega fyrir.
 
Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á degi leikskólans í síðustu viku.
 
leikskólinn
 
leikskólinn
 
leikskólinn
 
leikskólinn
 
leikskólinn
 
leikskólinn
 
leikskólinn
 
leikskólinn
 
leikskólinn
 
leikskólinn
 

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst