Lið Siglfirðingafélagsins sigraði tvisvar
sksiglo.is | Almennt | 14.03.2014 | 10:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 356 | Athugasemdir ( )
Lið
Siglfirðingafélagsins vann lið Árnesingafélagsins (14:12) og lið Dýrfirðingafélagsins (16:9) í Spurningakeppni átthagafélaganna
í Breiðfirðingabúð í Reykjavík í gærkvöldi.
Þar með
komust Siglfirðingarnir í átta liða úrslit, sem verða fimmtudaginn 27. mars. Þar mæta þeir liði Félags Djúpmanna.
Í liði
Siglfirðingafélagsins voru Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, Skúli Þór Jónasson og Jónas Ragnarsson, sem hljóp
í skarðið fyrir Ragnar Jónasson. Þau svöruðu hinum fjölbreyttustu spurningum um landafræði, stjörnufræði, tónlist,
kvikmyndir, skjaldarmerki o.fl.
Að öðrum
ólöstuðum stóð Skúli Þór sig best af öllum í liðunum þremur, að minnsta kosti að mati þeirra áhorfenda sem
sátu við Siglfirðingaborðið í salnum, og á fullt erindi í Útsvarslið Fjallabyggðar næsta vetur.
Athugasemdir