Lokaþrif á Hóli
sksiglo.is | Almennt | 10.02.2014 | 12:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 294 | Athugasemdir ( )
Innsent efni.
Aðildarfélög UÍF; þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.... því biðlar stjórn UÍF til ykkar vegna lokaþrifa á íbúðarhúsinu á Hóli.
Framkvæmdir hafa gengið vel og munu iðnaðarmennirnir klára á fimmtudaginn.
Á laugardaginn koma fyrstu gestir í húsið og eru næstu helgar bókaðar. Því þarf að þrífa íbúðarhúsið á fimmtudagseftirmiðdegi og föstudagseftirmiðdegi.
Óskað er eftir að allir þeir sem vettlingi geta valdið komi á fimmtudaginn kl. 16 og aðstoði við þrif. Einnig á föstudaginn ef með þarf.
Athugasemdir