Magnús Eiríksson í Vasagönguna í 18 sinn i dag

Magnús Eiríksson í Vasagönguna í 18 sinn i dag Ég heyrđi af ţví ađ Magnús Eiríksson ćtlađi ađ skella sér í Vasagönguna í 18 skiptiđ. Vasagangan er

Fréttir

Magnús Eiríksson í Vasagönguna í 18 sinn i dag

Ég heyrði af því að Magnús Eiríksson ætlaði að skella sér í Vasagönguna í 18
skiptið. 

Vasagangan er haldin í Svíþjóð og er gangan 90 kílómetra ganga. Pælið þið í
því, 90 kílómetrar. Þannig að Magnús hefur gengið heila 1620 kílómetra bara í
Vasagöngu keppnunum eftir þessa keppni. Ég persónulega verð uppgefinn á því að ganga 9 metrana
út í bíl.

Vasagangan hefst í dag, sunnudaginn 2. mars og hefst kl 08:00 að staðartíma. Gangan er sem fyrr segir 90 kílómetra ganga og er gengið frá Salen til Mora og er áætlaður göngutím Magnúsar eitthvað í kring um 6 klukkutímar. 31 Íslendingar skráðir.

Magnús Eiríksson er einn af duglegri mönnum og ósjaldan mætir maður honum í
göngunum, á leið út á strönd eða inn á Ketilás á hjólagönguskíðunum. 

En ég hafði samband við Magnús Eiríksson eða Magga Eiríks eins og
Siglfirðingar kalla hann og bað hann að segja okkur frá því hvernig þetta
byrjaði allt saman og hvernig þetta gangi fyrir sig.

Hér fyrir neðan kemur svar Magga.

 
Þetta byrjaði árið 1997 þegar ég fór mína fyrstu göngu. Nokkrir félagar mínir í skíðaíþróttinni voru byrjaðir að fara í þessa göngu 2 til 3 árum áður. Það vakti áhuga minn á því að takast á við nýja áskorun og  þegar einhver þeirra impraði á því við mig hvort ég vildi ekki prófa þetta var ég ekki lengi að ákveða mig og það varð byrjunin á þessu ævintýri. Síðan hef ég gengið 17 göngur í röð“ sem er náttúrulega bara bilun“.
 
Þessi  hópur samanstóð af gömlum köppum, Kristjáni Rafni Guðmundssyni frá Ísafirði, Stefáni Jónassyni frá Akureyri og Jóhannesi Kárasyni  frá Akureyri. Jóhannes og Kristján eru enn í þessum hóp en Stefán er hættur fyrir nokkrum árum. Síðar komu synir Jóhannesar inn í þetta og fleiri kappar m.a. Njáll Eiðsson sem er kunnur knattspyrnukappi og þjálfari. Sjálfsagt muna margir Siglfirðingar eftir honum þegar hann kom hér ungur og lék knattspyrnu með KS um miðjan áttunda áratuginn,
 
Þá er konan mín búin að fara 4 göngur með mér og Ingólfur sonur minn er að fara núna í annað skiptið með mér.
 
Í gegnum árin hafa margir  skíðamenn komið og farið í þessum hóp.
 
Nú í ár er með okkur í för gamall Siglfirskur skíðakappi Þórhallur Sveinsson það er mjög gaman að fá að vera með þessu gömlu íslandsmeisturum Þórhalli og Kristjáni sem maður leit upp til þegar maður var að stíga sín fyrstu spor í þessari íþrótt.
 
Undirbúningurinn fyrir þessa göngu í ár hefur ekki verið eins mikill og oft áður hjá mér af ýmsum ástæðum en þó vonandi nægur til þess að manni takist að ljúka göngunni.Þessi 90 km ganga krefst þess að menn séu í sæmilega góðu formi  þannig að það þíðir ekkert að koma illa undirbúinn til leiks.
 
Myndirnar sem fylgja umfjöllun sendi Magnús okkur.
 
Magnús Eiríksson
 
Við þökkum Magnúsi kærlega fyrir upplýsingarnar og vonandi gengur gangan vel hjá þeim félögum.

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst