Margfalt afmæli

Margfalt afmæli Það var mikið um að vera í Síldarminjasafni Íslands síðastliðinn laugardag. En þá var aðalfundur F.Á.U.M. sem er Félag áhugamanna um

Fréttir

Margfalt afmæli

Það var mikið um að vera í Síldarminjasafni Íslands síðastliðinn laugardag. En þá var aðalfundur F.Á.U.M. sem er Félag áhugamanna um minjasafn en félagið er orðið 25 ára. Róaldsbrakki 20 ára - Grána 15 ára - Bátahúsið 10 ára – Salthúsið fokhelt 2014.

 
Byrjað var á því að fara í Salthúsið sem er nú risið að mestu og farið var yfir framkvæmdir og hlutverk hússins í framtíðinni. Þaðan fóru gestir yfir í Gránu þar sem ræður voru fluttar og alls konar viðurkenningum og gjöfum dreift manna á milli fyrir vel unnin störf og hugsjóna og útsjónasemi og ber þar helst að nefna að Guðni Sigtryggs, Gunni Júll og Sissa fengu gjöf fyrir vel unnin og óeigingjörn störf í þágu safnsins. Svo eftir þetta allt saman var boðið upp á kaffiveitingar.
 
Ekki ætla ég að fara út í það að segja frá því hvernig ræðuhöldin fóru fram og því síður ætla ég að reyna að telja upp fjöldann sem tók til máls, það verða hreinlega einhverjir miklu skarpari menn en ég að telja það allt saman upp og útlista nánar. En það er alveg óhætt að segja að fundurinn hafi verið hinn skemmtilegasti, margar ræðurnar léttar og skemmtilegar og veitingarnar ekki af verri sortinni.
 
Það sem ég var hvað mest spenntastur fyrir var að sjá Sigurjón Steinsson eða Ninna eins og hann er nú yfirleitt kallaður með nikkuna á lofti og lögin sem hann spilaði fyrir mig hljóma hér undir nokkrum myndum.
 
Á vef Síldarminjasafns Íslands má hugsanlega finna fréttir frá aðalfundinum. Sjá hér.


 


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst