Markmiðið að auka möguleika barnanna okkar
Það voru forréttindi að alast upp á Siglufirði þar sem ég lærði meðal annars að lesa sagði Illugi Gunnarsson meðal annars í stórgóðri ræðu sinni á Siglufirði í gær þar sem hann skrifaði undir samninga við Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um þjóðarsáttmála um læsi.
Að mennta barn er flókið mál sagði Illugi þar sem þjálfa þarf meðal annars sköpunargáfu og úrræðagetu en það er hinsvegar ekki sú færni sem mælist á þeim PISA listum sem gefa innlit í lestrarfærni barna.
Því miður er staðan í dag frekar sláandi og hefur lestrarskilningur barna hrakað mikið á síðustu árum en sannleikurinn er sá að í dag hafa 30% drengja ekki lestrarskilning þegar þeir ljúka grunnskólanámi og erum við langt fyrir neðan önnur lönd í kringum okkur í lestrarfærni. Með þjóðarátakinu viljum við undirbúa ungdóminn okkar betur fyrir framtíðina, markmiðið er ekki að kenna þeim að lesa heldur þeir möguleikar sem opnast fyrir börnum þegar þeir hafa náð færninni að lesa segir Illugi.
Við hugsum með orðum og þurfum því orðaforða til að þjálfa ímyndunaraflið, lestur er því afar mikilvægur fyrir okkur. Sjónvarp hjálpar okkur ekki að sama marki að skapa ímyndunaraflið en þar ræður hugurinn ekki jafn mikið ferð.
Athugasemdir