Mikilvægur vettvangur ferðaþjónustunnar
Mikil aukning hefur verið í ferðaþjónustu á Tröllaskaga sem og á landinu öllu síðastliðin ár og hefur fjölgun gesta í Fjallabyggð haldið takti við aðra staði á landinu. Mikill fjöldi nýrra aðila hefur skoið upp kollinum í ferðaþjónustu á stuttum tíma og gafst þeim nú færi á annað árið í röð að hittast og kynna sín verkefni á Mannamótum.
Mannamót er sameiginleg ferðasýning markaðsstofa landshlutanna sem ætlað er að veita samstarfsaðilum markaðsstofanna færi á að hittast og kynna sína vöru Afar góð mæting hefur verið á sýninguna bæði árin og er þetta orðinn mikilvægur vettvangur fyrir aðila í ferðaþjónustunni til að nýta sér. Þrír aðilar mættu úr Fjallabyggð þetta árið; ArcticFreeride, Herring House og Sigló Hótel.
Ljósmynd Markaðsstofa Norðurlands
Ljósmynd Markaðsstofa Norðurlands
Athugasemdir