Myndir frá Kára Hreinssyni
sksiglo.is | Almennt | 18.02.2014 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 650 | Athugasemdir ( )
Ég hafði sambandi við Kára Hreinsson og bað hann um að senda okkur nokkrar myndir úr Skarðinu.
Kári vinnur á snjótroðara í Skarðinu og er lunkinn með myndavélina og duglegur að smella af þegar færi gefst.
Oft hefur maður séð töluvert meiri snjó niður í bæ á Siglufirði en akkúrat núna, en það er aðra sögu
að segja úr skíðasvæðinu í Skarðsdal.
Eins og myndirnar frá Kára sýna, þá vantar ekki snjóinn og sum möstrin og lyftumótorarnir eru á kafi í snjó. En
þeir eru duglegir við að halda þessu í góðu standi og sjá til þess að allt sé eins og það á að vera.
Ég held reyndar að flestum finnist þetta vera bezt svona, snjór í fjöllum og föl niður í bæ.










Athugasemdir