Nýjir fréttamenn á Sigló.is
Við á Sigló.is erum svo stálheppin að fá tvo kröftuga nýja einstaklinga til liðs við okkur, þau Fróða Brinks og Hönnu Sigríði Ásgeirsdóttur. Á næstu dögum og vikum munu þau koma inní teymi okkar á síðunni og auka við fjölbreytni þess efnis sem við höfum uppá að bjóða.
Ljósmyndarinn knái, Fróði Brinks, kemur með nýja strauma á síðuna og verður gaman að fylgjast með því efni sem hann leggur til. Fróði hefur sérlega mikinn áhuga á ljósmyndun og munum við án efa fá að njóta hæfileika hans á því sviði.
Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir er ávalt kölluð Hanna Sigga og vill meina að hún sé best á símamyndavélinni sinni sem hafi í gegnum tíðina verið hennar perluvinur. Eins og þeir vita sem hana þekkja þá hefur Hanna Sigga margt fram að færa og er sérlega ánægjulegt að hafa náð að fiska svo ötulan kvenmann í samstarf hópsins á Sigló.is, hún skapar mótvægi við testósterónflæði Hrólfs. Gaman verður að fylgjast með fróðleik Hönnu.
Sigló óskar ykkur velkomin til starfa.
Athugasemdir