Nýju Siglufjarðarfrímerkin hjá Póstinum
sksiglo.is | Almennt | 21.05.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 451 | Athugasemdir ( )
Alls voru gefin út 11 ný frímerki og á tveimur þeirra eru myndir tengdar
Siglufirði.
Á einu frímerki sem er í seríunni Bæjarhátíðir er mynd
sem tengist Síldarævintýrinu. Eins og flestir vita er Síldarævintýrið haldið á hverju ári um verslunarmannahelgina.
Á hinu frímerkinu er mynda af gömlu Stálvíkinni sem margir muna
eftir.
Ég kom við hjá henni Halldóru á Pósthúsinu fyrir stuttu
síðan og hún var akkúrat að fá sendingu með nýju frímerkjunum og fékk ég að taka nokkrar myndir af þeim. Og að
sjálfsögðu Halldóru líka. Hún er alveg agalega ánægð þegar einhver kemur og vill fá að taka myndir af henni. Hún
ljómar öll þegar hún sér myndavél stúlkan.
Frímerkin voru gefin út þann 8. maí síðastliðinn.
Halldóra Þormóðs með frímerkin góðu.
Frímerkið sem tengist Síldarævintýrinu.
Stálvík SI-1
Og svo stærra merki með Stálvík SI-1
Athugasemdir