Nýr meirihluti í Fjallabyggð
sksiglo.is | Almennt | 28.11.2016 | 23:30 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1152 | Athugasemdir ( )
Jafnaðarmenn í Fjallabyggð og Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð hafa stofnað til meirihlutasamstarfs í Fjallabyggð. Málefnasamningur milli framboðanna tveggja var samþykktur af Jafnaðarmannafélagi Fjallabyggðar og fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð í kvöld.
Steinunn María Sveinsdóttir oddviti Jafnaðarmanna verður áfram formaður bæjarráðs og Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins verður forseti bæjarstjórnar.
Gunnar I. Birgisson verður áfram bæjarstjóri Fjallabyggðar.
Athugasemdir