Öldungamótið í blaki 2014

Öldungamótið í blaki 2014 Dagana 1 - 4. maí. var öldungamót í blaki á Akureyri. Eins og margir vita er þónokkur fjöldi fólks að æfa blak á Sigló og að

Fréttir

Öldungamótið í blaki 2014

Dagana 1 - 4. maí. var öldungamót í blaki á Akureyri.

Eins og margir vita er þónokkur fjöldi fólks að æfa blak á Sigló og að þessu sinni fóru 7 lið frá Siglufirði. 2 karlalið og 5 kvennalið til keppni.

Lið Hyrnunnar A tókst ætlunarverk sitt en það var að komast upp í aðra deild og lentu þeir í öðru sæti í sínum riðli. Liði Hyrnunnar B tókst líka ætlunarverk sitt en það var að komast niður um eina deild eftir sannfærandi tap í mörgum leikjum. Semsagt úr sjöttu deild og niður í þá sjöundu.

Úrslit hjá Súlum voru þessi  : Súlur 1. lentu í fjórða sæti. Súlur 2. í fimmta sæti. Súlur 3. í fjórða sæti og Súlur 4 í sjötta sæti. Öll lið héldu sér í deild nema súlur 4 fóru niður um deild.

Nýjasta liðið í bænum er stúlknaliðið Skriður en þær náðu fjórða sæti í sinni deild.

Góð þátttaka var í mótið í ár eins og síðustu ár. 154 lið voru skráð til leiks, 48 karlalið og 106 kvennalið.  Spilað var í 22 deildum og voru 462 leikir spilaðir á mótinu. Líklega hafa um 1300 manns tekið þátt í mótinu.

En ég var annað slagið með myndavélina meðferðis og smellti af nokkrum myndum. Því miður náði ég ekki að komast á alla Siglufjarðar leikina því spilað var í 4 húsum hingað og þangað á Akureyri og á Dalvík.

blakÓli Agnars er alltaf hress og er bara alveg hreint ótrúlega góður í blaki.

blakÞessi öðlingur kom að sjálfsögðu við hjá Hyrnu-mönnum enda Siglfirðingur. Haraldur Bjarnason.

blakKristinn J. Reimarsson þjálfari. Hann á heiðurinn af því að koma Hyrnunni A upp í aðra deild. 

blakKristinn þjálfari, Arnar Ólafsson og Óli Biddýjar. Arnar Ólafsson eða Addi Óla er kominn yfir sjötugt og slær hvergi slöku við. Addi fórnaði sér í ótrúlegustu bolta og margir þeir yngri höfðu ekki roð í hann. Ótrúlegur keppnismaður.

blakEgill Rögnvalds, Ómar og Óli Agnars. 

blakHér eru Skriðurnar (í svörtum og gulum búning) að keppa. Mig minnir að þær hafi unnið þennan leik.

blakSúlur komu og peppuðu Skriðurnar áfram. 

blakSkriður. Frá vinstri. Ásta, Edda Henný og Hanna Sigga.

blakNú þar sem ég þurfti að passa fyrir hana Ólöfu mína á meðan Skriðurnar voru að keppa þá var ekkert annað í stöðunni en að gefa dóttur minni súkkulaði. Henni finnst held ég alltaf skemmtilegast þegar pabbi passar.

blakTommi Óskars, Egill Rögg, Kristinn Kristjáns og Óli Agnars.

blakSigrún Ólafs var að sjálfsögðu að keppa fyrir hönd einhvers liðs að sunnan. Og takið eftir merkinu. Siglo.is. Við erum bara allstaðar.

blakJón. Sonur Óla Agnars og Elínar Bjargar Jónsdóttur.

blakHér eru HK dömur að styðja Hyrnumenn. En á Öldungamótinu var vinaleikur í gangi.

blakHér er verið að fagna því að Hyrna B féll niður um deild. 

blakHér er svo Hyrnan B og vinalið þeirra. HK dömurnar.

blakVala að gæða sér á epli fyrir leik og Sandra Finns að vinka.

blakEva Ómars var að sjálfsögðu hress.

blakGuðrún Sif fylgdist spennt með leik Súlustúlkna.

blakTommi Óskars að sinna dómgæslu.

blakÞessi var í vinaliðinu hjá Skriðum. Aldeilis flottur karlinn að koma með hressingu til stúlknanna í hálf-leik.

blakRúnar

blakEgill Rögg með vinaliðsgjöfina frá HK dömunum.

blakEgill, Fríða og Addi.

blakAanna Mæja þjálfari.

blakSúlustúlkur í vörn.

blakElín Björg Jónsdóttir, til vinstri og Berglind (Bella) hlusta á Önnu Mæju þjálfara fara yfir málin. 

Og svo meira af myndum hér.




Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst