Öll herbegi Sigló Hótels komin í notkun og stutt í veitingastaðinn
Gestir sváfu á Sigló Hótel síðastliðna nótt og er sofið í flestum herbergjum í kvöld og á sunnudag. Stefnt er að því að veitingastaðurinn Sunna mun síðan opna aftur inná hótelinu næstu tveimur vikum og verðum við þá komin aftur í fulla starfssemi segir Finnur Yngvi markaðs og sölustjóri Sigló Hótels.
Okkar frábæra starfsfólk brást hárrétt við og gekk strax skipulega í að ganga úr skugga um að engir gestir eða aðrir samstarfsaðilar væru á svæðinu en til allrar hamingju reyndist svo ekki vera og engin slys urðu á fólki.
Það kviknaði að öllum líkindum í út frá nýjum djúpsteikingapotti sem verið var að vinna í að skipta út fyrir annan en enginn var í eldhúsinu þegar eldurinn kom upp. Starfsmenn náðu hinsvegar að slökkva eldinn fljótt og örugglega og varð eignartjón því að mestu takmarkað við eldhúsið utan sóts og reyks sem þurfti að þrífa og ræsta í almennu rými.
Kröftugir iðnaðarmenn og verktakar hafa nú unnið hörðum höndum í að fjarlægja ónýtan búnað úr eldhúsinu og gera klárt fyrir nýjan ásamt því að þrífa hótelið með dyggri aðstoð starfsmanna Sigló Hótels. Það er frábært að finna samstöðuna hjá þessum aðilum sem allir hafa fókus á að klára verkið hratt, vel og örugglega.
Starfsmenn okkar sögðu að það hefði verið góð tilfinning að fá gesti aftur inn seinnipartinn í gær. Gestir fundu ekki mikið fyrir atvikinu og þegar þeir komu í hús var nánast eins og ekkert hefði í skorist, þó var létt reykligt í veitingasalnum sem alveg er horfin núna. Utan frá séð er einnig búið að gera við allar skemmdir, skipta um glugga og mála og verður brunanns því ekki vart að neinu leiti séð utan frá og eru það snar og góð vinnubrögð iðnaðarmanna og tryggingafélags Sjóvá sem þar hafa mikið að segja.
Við búum svo vel að því að reka bæði veitingastaðinn Hannes Boy og Kaffi Rauðku og verður því lágmarks rask fyrir gesti sem notið geta veitinga í næsta húsi eftir huggulega göngu meðal smábátanna á bryggjunni segir Finnur Yngvi að lokum.
Myndir teknar laugardaginn 25. júlí 2015.
Sigló Hótel. Mynd tekin í júní af IBI
Athugasemdir