Örlygur og einangrararnir

Örlygur og einangrararnir Fyrir helgina hitti ég Örlyg á Síldarminjasafni Íslands þar sem hann var að setja svokallaða "einangrara" á ljósastaurana sem

Fréttir

Örlygur og einangrararnir

Fyrir helgina hitti ég Örlyg á Síldarminjasafni Íslands þar sem hann var að setja svokallaða "einangrara" á ljósastaurana sem eru við Síldarminjasafnið. Ég var nú eitthvað að vandræðast með nafnið á þessum græjum sem hann var að braza við að koma á staurana og var kominn með fyrirsögnina "Örlygur föndrar við keramik-kúlurnar" . En ég náði að leita mér upplýsinga hjá ansi hreint fróðum manni í sambandi við rafmagn (líklega gerast þeir ekki fróðari) og fékk þá uppgefið að þetta væru kallaðir "einangrarar" þannig að fyrirsögnin um "Örlyg og keramik-kúlu föndrið" var þá sjálfkrafa úr sögunni.
 
Einangrararnir héldu raflínum uppi hér áður fyrr, og gera sjálfsagt enn einhversstaðar.
 
Örlyg vantar 2 svona stykki í viðbót þannig að ef einhver á svona í fórum sínum þá væri kærkomið að koma þeim á safnið til Örlygs.
 
Skammt frá staurunum sem Örlygur var að vinna við er kominn lítil skúrbygging þar sem hún Kolbrún er að sýna og selja prjónavörurnar sínar. Sem að sjálfsögðu eru alveg hreint ljómandi fallegar allar og vonandi kíkja sem flestir við hjá henni.
 
örlygurHér er Örlygur byrjaður að bora fyrir nýju einangrunurum. (Úff, ef maður á ekki eftir að fá skömm í hattinn fyrir vitlausa fallbeygingu á þessu orði þá veit ég ekki hvað. Af hverju í ósköpunum kölluðu þeir þetta ekki bara "keramik-kúlur" hér áður fyrr?).
 
örlygurLogi að rétta Örlygi einangraran.
 
örlygurSvo er einangrarinn skrúfaður í.
 
örlygurOg allt klárt. Örlygur sæll og glaður og allt nákvæmlega eins og þetta á að vera.
 
örlygurHér er svo Kolbrún í prjónavörukofanum.
 
örlygurLogi og Úlfrún að skoða.
 
örlygur

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst