Öskudagurinn á Sigló

Öskudagurinn á Sigló Það var mikið stuð á krökkunum á Sigló á Öskudaginn. Alls kyns furðuverur gengu búð úr búð og sungu fyrir nammi. Þetta er einn af

Fréttir

Öskudagurinn á Sigló

Það var mikið stuð á krökkunum á Sigló á Öskudaginn.

 
Alls kyns furðuverur gengu búð úr búð og sungu fyrir nammi.
 
Þetta er einn af skemmtilegustu dögum ársins, börnin fá að klæða sig í alls konar búninga, syngja og fá nammi í staðinn og fullorðnir njóta góðs af. Bæði söngnum og sælgætinu.
 
Ein skemmtilegasta Öskudags-gjöfin, ef svo mætti segja fannst mér vera harðfiskur í litlum poka og ég held að það hafi verið frá Sparisjóð Siglfirðinga. Þetta var ágætis mótvægi við allt sælgætið sem krakkarnir fá. Reyndar gaf einn ungur sveinn mér sinn poka því einfaldlega átti hann nóg af nammi og þurfti þar af leiðandi bara alls ekki harðfiskinn þó svo að ég hafi þráast við og margspurt hann hvort hann langaði örugglega ekki að eiga pokann. En allt kom fyrir ekki og harðfiskpokinn var skilinn eftir hjá mér. Sem var alveg ljómandi gott og fiskurinn kláraðist á augabragði.

En margar furðuverur voru á ferli og ég náði að smella myndum af nokkrum þeirra.
 
öskudagurinnÞessar stúlkur sungu  mjög vel og ég held að lagið hafi verið frumsamið, allavega textinn.
 
öskudagurinnJói Mara kom með 2 ninjur með sér.
 
öskudagurinnLeó Óla og Kristín Sigurjóns komu og sungu fyrir mig "Ég er furðuverk". 
 
öskudagurinnLögreglan mætti á svæðið.
 
öskudagurinnÞessi kom aðeins við og tónaði fyrir mig.
 
öskudagurinnÞessar stúlkur voru hressar.
 
öskudagurinnSvo gaf Benni mér harðfiskpokann sem hann fékk og hafði ekki beint þörf fyrir akkúrat þessa stundina því hann átti nóg nammi.
 
 

Athugasemdir

11.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst