Pæjumót Sparisjóðsins og Rauðku
sksiglo.is | Almennt | 06.06.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 618 | Athugasemdir ( )
Fimmtudaginn 5. júní skrifuðu fulltrúar frá KF, Sparisjóðs
Siglufjarðar og Rauðku ehf undir samstarfssamning varðandi Pæjumótið 2014.
Með samningum þessum verður Sparisjóðurinn og Rauðka
aðalstyrktaraðilar mótsins og það mun bera nafn fyrirtækjanna, þ.e. Pæjumót Sparisjóðsins og Rauðku.
Pæjumótið er eitt elsta stúlknamót landsins í knattspyrnu en það var fyrst haldið árið 1991 og mótið í ár því 24 í röðinni. Mótið í ár er fyrir stúlkur í 6.flokki (10 ára) og yngri og má búast við um 70 liðum á mótið eða tæplega 500 keppendum.
Sparisjóður Siglufjarðar er elsta starfandi peningastofnun landsins sem stofnaður var 1873. Sparisjóðurinn hefur ávallt verðir dyggur stuðningsaðili knattspyrnunnar á Siglufirði sem og annarra íþróttafélaga og félagastarfsemi. Undanfarin ár hefur sjóðurinn stutt vel við félagið með áherslu á barna- og unglingastarfið.
Rauðka er ungt fyrirtæki sem fer þó gríðarlega stækkandi á Siglufirði. Rauðka rekur m.a. veitingarstaðinn Hannes Boy og Kaffi Rauðku. Fyrirtækið er nú að reisa hótel við höfnina og umsvif fyrirtækisins eru að verða meir og meir áberandi á svæðinu.Á Pæjumótinu mun Rauðka sjá um matinn í keppendur og fylgdarlið og er það í fyrsta skipti sem Rauðka gerir það.
KF er gríðarlega ánægt með að fá þessi tvö öflugu fyrirtæki í samstarf varðandi Pæjumótið og þótt samningarnir séu bara til eins árs þá er vilji allra aðila að samstarfið eigi eftir að eflast og verða langlíft.
Hér eru þeir Óskar Þórðarson fyrir hönd KF, Ólafur Jónsson fyrir hönd Sparisjóðsins og Finnur Yngvi Kristinsson að
undirrita samninginn.
Athugasemdir