Pillurnar í Apótekinu á Sigló
sksiglo.is | Almennt | 21.03.2014 | 13:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 573 | Athugasemdir ( )
Ég heyrði af því að það væri í boði
lyfjaskömmtun í Apótekinu á Sigló.
Að sjálfsögðu forvitnaðist ég aðeins um þetta hjá
stúlkunum og Hálfdáni. Það er auðvitað sérstaklega hentugt að fá pillurnar sínar klárar fyrir hvern dag og allt gert
klárt fyrir mann.
En samt verð ég eiginlega að taka það fram að það er
sérstaklega gaman að koma við í apótekinu þegar verið er að prufa nýjar vörur því oftast eru þær prufaðar á
honum Hálfdáni greyinu. Ég kom fyrir stuttu síðan inn í apótekið og þá var verið að prufa alveg flúnkunýja
varaliti og augnháralit, maskara eða eitthvað álíka alveg stórskemmtilegt. Hálfdáni virtist líka þetta vel og hann var bara næstum
því eins og einn af stúlkunum. Reyndar hefur hann sagt mér að honum líki það alls ekki þegar stelpurnar prufi nýjar pillur á
honum.
En áfram með pillurnar og pökkunina.
Ásta apótekari sendi mér nokkrar línur um það í hverju
lyfjaskömmtunin fælist og það kemur hér fyrir neðan.
Við bjóðum upp á lyfjaskömmtun sem getur hentað vel þeim sem taka
mörg lyf og þurfa að taka lyfin sín oftar en einu sinni á dag. Við erum líka með til sölu skammtabox fyrir þá sem vilja skammta lyfin
sín sjálfir, en það hefur sýnt sig að við það að setja lyfin í skammtabox minnka líkurnar á að fólk gleymi að
taka lyfin inn.
Frekari upplýsingar um lyfjaskömmtunina gefur Ásta Júlía apótekari
í síma 8945219
Hér er Hugborg að telja pillurnar.
Og raða þeim í boxin.
Svo eru boxin merkt fyrir hvern dag fyrir sig.
Svo
er ég hérna með alveg heilan helling af smartís-pillum sér-sorteraðar fyrir mig. Bláu smartís-pillurnar eru beztar.
Athugasemdir