Sameining Samfylkingarfélaga í Fjallabyggð
Innsent efni.
Samfylkingarfélögin í Siglufirði og Ólafsfirði boða til sameiginlegs fundar í Höllinni Ólafsfirði fimmtudaginn 13. febrúar ( eða í kvöld ) kl 20.30
Á fundinum verður lagt til að félögin verði sameinuð í eitt félag, og rætt um framboðsmál vegna komandi bæjarstjórnarkosninga.
Allir jafnaðarmenn í Fjallabyggð eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í stofnun hins nýja félags.
Gestur fundarins verður Kristján L. Möller alþingismaður sem mun ræða landsmálin og svara spurningum fundarmanna.
Samfylkingarfélögin í Siglufirði og Ólafsfirði.
Athugasemdir