Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar

Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar auglýsir eftir umsóknum um

Fréttir

Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar

Mynd / Hrólfur
Mynd / Hrólfur

Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til samfélags- og/eða menningarmála á Siglufirði.

Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar um 30 milljónir króna sem mun greiðast út á allt að 8 árum.

Úthlutunarreglur:

Stjórn sjóðsins mun veita styrki til samfélags- og/eða menningarmála á Siglufirði. Umsækjendur skulu vera lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir á Siglufirði.

Sækja þarf um styrk frá sjóðnum með skriflegum hætti.

Í umsókn skal koma fram ýtarleg greinargerð þar sem kemur fram:

- upplýsingar um umsækjanda/umsækjendur.

- í hvað styrknum verður varið

- hvernig sú ráðstöfun bætir samfélagið og/eða menningarmál Siglufjarðar.

- verk- og tímaáætlun og ýtarleg fjárhagsáætlun sundurliðuð niður á kostnaðarliði og einingarverð.

- upplýsa skal hvort umsækjandi hafi fengið styrk(i) vegna verkefnisins úr öðrum sjóðum.

Úthlutunarnefnd getur beðið umsækjendur um viðbótarupplýsingar varðandi styrk- beiðnina.

Styrkir geta verið veittir í einni upphæð við upphaf verkefnis eða eftir framgangi verks. Ef greitt er eftir framgangi verks hefur stjórnin heimild til að kalla eftir áfangaskýrslu og öðrum gögnum.

Úthlutunarnefnd mun forgangsraða styrktarbeiðnum og getur samþykkt eða hafnað umsóknum á þeim forsendum.

Umsækjendur skili inn greinargerð með upplýsingum um verkið eftir að því er lokið.

Umsóknarfrestur rennur út 1.maí nk. en aðeins er tekið við umsóknum sem uppfylla skilyrði sjóðsins.

 

Styrkbeiðni sendist til Samfélags- og menningarsjóðs Siglufjarðar, Túngötu 3, 580 Siglufirði eða á póstfangið oddgeir.reynisson@arionbanki.is með Subject-ið: „Samfélags- og menningarsjóður – styrkumsókn“.


Athugasemdir

03.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst