Segullinn sækir suður
"Það hefur verið gaman að heyra undirtektirnar í viðskiptavinum þegar þeir súpa á hinum ljúfa Segul 67" segir Finnur Yngvi sölu og markaðsstjóri Sigló Hótel aðspurður en hann hefur nú verið á dælu síðustu viku. Afar ánægjulegt er að heyra að hann sé nú kominn undir hjá vinum okkar á Alda Hótel á Laugarvegi, Nánar tiltekið á Barber Bar þar sem mjöðurinn mjúki fær nú að flæða og því kjörið að reka þar inn nefið í aðdraganda jólanna og yfir hátíðarnar. Matthías Haraldsson segir einnig að undirtektir hafi verið góðar í Vínbúðunum en nú er hægt að fá hann í Vínbúðunum á Siglufirði, Akureyri og í völdum verslunum fyrir sunnan.
Athugasemdir