Sigíður María kosin í stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Sigíður María kosin í stjórn Markaðsstofu Norðurlands Sigríður María Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Sigló Hótels og Rauðku, var kosin í stjórn

Fréttir

Sigíður María kosin í stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Stjórn MArkaðsstofunnar 2016
Stjórn MArkaðsstofunnar 2016

Sigríður María Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Sigló Hótels og Rauðku, var kosin í stjórn Markaðsstofu Norðurlands á aðalfundi markaðsstofunnar 10 maí síðastliðinn og er það í fyrsta sinn sem íbúar Fjallabyggðar eiga fulltrúa í stjórn.

Í ræðu sinni sagði Sigríður að Rauðka hafi verið meðlimur í markaðsstofunni frá því að starfssemi fyrirtækisins hófst, samstarf sem hafi skilað okkur miklu í gegnum árin og að við höfum nú áhuga á að leggja fram krafta okkar í þessa öflugu og mikilvægu starfssemi. 

Á heimasíðum Markaðsstofunnar, www.nordurland.is, má lesa eftirfarandi tilkynningu. 

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn 10. maí 2016 kl 13-15 á Greifanum. Dagskrá var samkvæmt skipulagsskrá. Hér fyrir neðan má sjá kynningu á verkefnum ársins 2015 sem kynnt var á fundinum.

Stjórnarkjör fór fram og stjórn MN lítur þá svona út. Taka skal fram að aðalmenn eru kosnir til 2 ára í senn og varamenn til eins árs. Kosið var í eina stöðu aðalmanns á norðurlandi vestra og eina stöðu á norðurlandi eystra.

Aðalmenn: Svanhildur Pálsdóttir Hótel Varmahlíð(Kosin 2015), Gunnar Jóhannesson Fjallasýn(Kosin 2015), Njáll Trausti Friðbertsson Sæluhúsum(Kosin 2015). Ný kjörin í stjórn eru Sigríður María Róbertsdóttir Sigló Hótel(Kosin 2016) og Sigríður Káradóttir Gestastofu Sútarans(Kosin 2016). Varamenn: Þórdís Bjarnadóttir Höldur Bílaleiga og Unnur Valborg Hilmarsdóttir Sólgarður Apartments.

 


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst