Siglfirskar ćttir liggja víđa. Halldór Már
sksiglo.is | Almennt | 28.06.2014 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 549 | Athugasemdir ( )
Halldór Már Stefánsson er að gera það gott í
tónlistarlífinu í Katalóníu á Spáni.
Halldór Már var að gefa út plötu á Spáni sem hefur verið
ljómandi vel tekið og er í fyrsta sæti í plötubúð í Barcelona.
Platan er líklega ein af vinsælustu plötum í Katalóníu og ber
hún nafnið "Winds". Nýlega var gefið út myndband við eitt af lögum plötunnar sem ber nafnið "The Wind".
Hér er platan í fyrsta sæti í plötubúðinni Fnac í Barcelona. (Mynd fengin af facebook síðu
Halldórs).
Í myndbandinu má sjá svokallaðann stórhaus eða "Capgrós" eins
og Spánverjar kalla það og er víst hefð hjá Spánverjum að gera þennan stórhaus af þekktum einstaklingum.
Á plötunni eru flest öll lögin þekkt og fræg Katalónsk lög
sungin á ensku sem legst vel í Spánverja.
Þess má einnig geta að Halldór er gítarkennari í Barcelona og kennir
aðalega klassískan gítarleik. Þess má geta að Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam tók nokkra tíma hjá kappanum.
Það er nóg að gera í tónleikastússi hjá Halldóri
og hann verður með á stórri tónleikahátíð þann 18. júlí í Barcelona.
Halldór Már er sonur Guðnýjar Pálsdóttur, (Guðný er
dóttir Palla Magg og Auðar Jóns).
Hér er svo myndbandið sem var gert fyrir útgáfu plötunnar.
Hér er svo bein slóð á myndbandið á youtube : https://www.youtube.com/watch?v=wckfCuvh9Hg&feature=youtu.be
Athugasemdir