Siglómótið í blaki
Innsent efni.
Hið árlega Siglómóti í blaki fer fram um helgina í Fjallabyggð.
37 lið taka þátt á mótinu, þar af 12 karlalið og 25 kvennalið og af þessum 37 liðum eru 9 heimalið.
Spilað verður í báðum íþróttahúsunum en fyrstu leikir fóru fram í gærkvöldi á Siglufirði þegar fjórir leikir voru spilaðir.
Síðan hefst mótið kl 08:00 á báðum íþróttahúsunum í fyrramálið en spilað verður til ca 16 á Ólafsfirði og 18:00 á Siglufirði.
Það er um að gera að skella sér í íþróttahúsin um helgina og horfa á vaska sveina og fagrar meyjar spila blak af sinni alkunnu
snilld.
Blakklúbbarnir Hyrnan og Súlur
Athugasemdir