Síldarævintýrið nálgast
Stærsti viðburður ársins í Fjallabyggð er Síldarævintýrið og því mikilvægt að skiulagning þess hefjist snemma og að henni sé vel staðið. Í kvöld munu aðilar í Félagi um Síldarævintýri hittast til skrafs og ráðagerða og undirbúningur Sídlarævintýris 2014 þá hefjast.
Í apríl 2010 var Félag um Síldarævintýri stofnað þar sem fjöldi manns var mættur. Í félaginu er nú góður fjöldi meðlima, bæði einstaklinga og fyrirtækja, sem sjá hag og ánægju í að halda Síldarævintýrið árlega. Í fyrra var aðsókn á ævintýrið óvenju léleg enda veður ekki sérlega gott og fjölmiðlar búnir að spá "mini ísöld" sem reyndist afar fjarri lagi þegar upp var staðið.
Fundurinn verður haldinn klukkan 20:00 í Bátahúsinu.
Athugasemdir