Skemmtisigling með Mánabergi
sksiglo.is | Almennt | 03.06.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 538 | Athugasemdir ( )
Á laugardaginn fyrir Sjómannadag buðu Rammi hf. og sjómenn upp á
skemmtisiglingu.
Það var troðfullt skip af fólki á öllum aldri og er þetta einn
liður í annars stórgóðri Sjómannadagshátíð á Ólafsfirði.
Eftir skemmtisiglinguna kom þyrlan frá Landhelgisgæslunni og sýndi björgun úr sjó. Þegar þyrlusýningunni lauk var boðið upp á grillaðar pylsur og svala. Ég sá Kidda Stúlla raða í sig cirka 5 pylsum og 3 Svalafernum. En hann má þetta víst, hann er jú svo duglegur að brokka. Kiddi nefnilega skokkar ekki, hann brokkar. Ansi hreint skemmtileg sjón og ég mæli með því að næst þegar þið sjáið hann á brokkinu skulu þið fylgjast með takktföstum hreifingum og sérstaklega fallegum limaburði.
Sjómenn á Ólafsfirði hafa verið mjög duglegir í gegn um
tíðina að halda upp á Sjómannadaginn og það er stíf dagskrá alla helgina með alls konar uppákomum.
En ég fór í skemmtisiglingu með Mánaberginu sem var alveg mjög
skemmtilegt og að sjálfsögðu tók ég slatta af myndum.
Það voru gestir út um allt skip og allir skemmtu sér vel.
Rut Hilmars var að sjálfsögðu mætt. Hún sagði að Brynjar Harðarson hefði ekki þorað með vegna þess að hann væri
svo sjóveikur.
Ármann var einn af þeim sem passaði upp á mannskapinn.
Sverrir Mansa kokkaði sjávarréttasúpu eins og enginn væri morgundagurinn.
Bogga var að sjálfsöðu mætt.
Þetta er líklega sá yngsti sem var í skemmtisiglingunni.
Jói Mara er gamall sjóari og rifjaði upp gamla tíma.
Björn og María Petra brostu hringinn, þetta var svo skemmtilegt.
Björgunarsveitin sá um gæsluna.
Kjartan Helgason sjómaður og fótboltakappi.
Árni Óla faldi sig undir stiga.
Gæslan sýndi listir sínar.
Björgunarsveitamenn að fylgjast með þyrluæfingu.
Hugrún Guðjónsdóttir sá um að skella öllu mögulegu á pylsurnar.
Kiddi Stúlla með pylsu númer 3.
Svo var þessum Kano róið í höfninni. Virkilega flottur bátur.
Athugasemdir