Skiltagerð Norðurlands
Fyrir stuttu síðan kom ég við hjá honum Tómasi Einarssyni eða Tomma eins og hann er vanalega kallaður í Skiltagerð Norðurlands.
Ég fékk að kíkja á það sem Tommi hefur upp á að bjóða og það er eiginlega allt á milli himins og jarðarfarar. Hvort sem það er að prenta myndir á striga, foam, pappír eða hvað þetta allt saman nú heitir og þess að meitla nafn í stein og að framleiða legsteina. Einnig voru þarna styttur í öllum stærðum og gerðum og svo var hundur þarna í búri líka, en ég held að hann sé ekki til sölu.
Skiltagerð Norðurlands er staðsett að Námuvegi 8 Ólafsfirði
Tómas Einarsson hjá Skiltagerðinni, eða Tommi.
Prentari.
Og að sjálfsögðu efni til að prenta á í öllum stærðum og gerðum.
Það er hreinlega hægt að finna allt hjá Tomma. Meira að segja færð á vegum og veðurstöðvar.
Hér er verið að höggva til legsteina.
Legsteinar.
Krossar.
Það er eiginlega hægt að finna allt hjá honum Tomma.
Athugasemdir