Skútan Hildur á Sigló
sksiglo.is | Almennt | 02.07.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 380 | Athugasemdir ( )
Skútan Hildur sigldi inn í Siglufjarðarhöfn um níu leytið í
gærkveldi.
Ég kíkkaði niður á bryggju þegar hún hafði lagst að og
tók að sjálfsögðu nokkra myndir.
Ég spjallaði örstutt við Ármann sem er bátsmaður á Hildi.
Hildur er í eigu Norðursiglingar og kom hún við hérna hjá okkur á leið sinni til Húsavíkur þar sem Norðursigling er með
aðsetur. Það var víst ágætt að komast í lognið á Sigló og bíða af sér verstu skítabræluna sem er
víst hérna rétt fyrir utan.
Á heimasíðu Norðursiglingar stendur að tveir af bátum Norðursiglingar
hafa verið endurbyggðir sem tveggja mastra seglskip og svipar þeim mjög til fiskiskonnorta þeirra sem algengar voru við Norðurland á seinni hluta 19. aldar.
Með þessu vill Norðursigling viðhalda kunnáttu sem nærri var gleymd og sjá til þess að gömul gildi gleymist ekki. Skúturnar tvær,
Haukur og Hildur, eru báðar notaðar í almennar ferðir Norðursiglingar og eru einnig til taks í sérhæfðari verkefni.
Hér er heimasíða Norðursiglingar þar sem hægt er að finna
ýmsan fróðleik og panta ferðir : www.nordursigling.is
Sannarlega glæsileg skúta.
Hörður. Skipstjóri á Hildi.
Ármann bátsmaður.
Glæsileg skúta.
Emma og
Tinna fengu að kíkja um borð í Hildi og fannst það ekki lítið spennandi.
Athugasemdir