Snjóflóð lokar Siglufjarðarvegi
www.mbl.is | Almennt | 11.02.2014 | 22:38 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 531 | Athugasemdir ( )
Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðs í [Mánárskriðum]. Ekki liggur fyrir hversu mikið flóðið varð, en vegfarandi varð flóðsins var um klukkan 21.30 og gerði lögreglu viðvart. Kemur þetta fram á vef mbl.is
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður ekki reynt að ryðja snjónum burt í kvöld, enda aldimmt á svæðinu. Settar verða upp slár á veginum og væntanlega verður rutt á morgun.
Athugasemdir