Söngsveitin Fílharmónía með tónleika í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 17:00

Söngsveitin Fílharmónía með tónleika í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 17:00 Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson og eru meðlimir kórsins

Fréttir

Söngsveitin Fílharmónía með tónleika í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 17:00

Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson og eru meðlimir kórsins 65 talsins. 

Það verða fleiri en fimmtíu söngvarar með í þessarri söngferð, enda almennt mikil tilhlökkun í hópnum yfir að heimsækja Norðurlandið fagra og syngja fyrir íbúa Tröllaskaga og Akureyringa. 

Kórinn er að undirbúa sig undir kórakeppni í Llangollen, Wales, í júlí næstkomandi og verður því svipuð efnisskrá flutt á tónleikunum og verða í keppninni. 

Á efnisskránni, sem er býsna fjölbreytt, eru bæði íslensk og erlend verk, svo sem eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo, Randall Z. Stoope, Báru Grímsdóttur, Gunnstein Ólafsson og Þóru Marteinsdóttur (sem syngur einmitt með kórnum) svo fátt eitt sé nefnt. 

Tónleikarnir verða sem hér segir: 

Siglufjarðarkirkja: Laugardagur 17.maí kl 17. Miðaverð er 1500 KR.

Akureyrarkirkja: Sunnudagur 18.maí kl 16, ásamt Kór Akureyrarkirkju, sem er stjórnað af Eyþóri Inga Jónssyni.

Vonandi sjáum við sem flesta.

Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst