Spurningakeppni átthagafélaganna 2014

Spurningakeppni átthagafélaganna 2014 Liđ Siglfirđingafélagsins keppir á fimmtudaginn Fimmtudaginn 13. mars verđur fimmti og síđasti riđill í

Fréttir

Spurningakeppni átthagafélaganna 2014

Lið Siglfirðingafélagsins keppir á fimmtudaginn

 

Fimmtudaginn 13. mars verður fimmti og síðasti riðill í spurningakeppni átthagafélaganna í Breiðfirðingabúð í Reykjavík. Þar keppir lið Siglfirðingafélagsins annars vegar við lið Árnesingafélagsins og hins vegar við lið Dýrfirðingafélagsins.

 

Í liði Siglfirðingafélagsins eru Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, Skúli Þór Jónasson og Ragnar Jónasson. Þeim til halds og trausts er Jónas Ragnarsson. Ásdís Jóna er dóttir Sigurjóns Erlendssonar rafvirkja og starfar hjá Pennanum, Ragnar er lögfræðingur og rithöfundur, sonur Jónasar liðsstjóra, og Skúli Þór er nemi í heilbrigðisverkfræði og sonur Jónasar Skúlasonar sem er í stjórn Siglfirðingafélagsins. Ragnar og Skúli Þór náðu mjög langt í Gettu betur á sínum tíma.

 

Rakel Björnsdóttir formaður Siglfirðingafélagsins leggur áherslu á að Siglfirðingar fjölmenni í Breiðfirðingabúð og hvetji sitt fólk.

 

SiglfirðingafélagiðÞetta er í annað sinn sem Siglfirðingafélagið tekur þátt í spurningakeppni átthagafélaganna. Liðið í fyrra var skipað Ásdísi Jónu, Birki Jóni Jónssyni og Ragnari. Þau stóðu sig vel en komust ekki í úrslit. 


Athugasemdir

11.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst