SR-Bygg, Einar Ágústsson og kíttin
sksiglo.is | Almennt | 21.02.2014 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 550 | Athugasemdir ( )
Síðasta föstudag hitti ég nokkra iðnaðarmenn, bæði pípar,
múrara, rafvirkja og smiði sem allir voru eitthvað óvenju spenntir.
Einhver leyndardómsfull tilhlökkun var í augunum á þeim og þeir voru
ýfið hressari en vanalega þó hressir sveinar séu.
Ég fór nú eitthvað að forvitnast um hvað væri í gangi og
náði loks að draga það upp úr þeim að það væri einhver kynning á vegum SR.
Ég held að ég hafi sjaldan séð menn jafn spennta fyrir kynningarmálum
eins og þessa iðnaðarmenn sem ég hitti á og ákvað að forvitnast aðeins um málið nánar.
Ég hafði samband við Magga í SR og hann sendi mér línu og myndir af
þessum hressu sveinum sem voru á kynningunni.
SR-Bygg og Einar Ágústsson &co voru með kynningu á kíttum og
þéttiefnum föstudaginn 14. febrúar og mættu þar 16 karlar. Tréverk, Selvík, Berg, Múr og pípulagnir, Svenni hjá Ramma og
Grétar sveinsson.
Léttar veitingar voru í boði og fór Einar sölumaður vel yfir öll
sín efni og festingar og stóð hann sig afbragðs vel.
Ég held að menn séu aðeins vísari með kítti og festingar
frá Everbuld og Rawlplug.
SR-Bygg og iðnaðarmennirnir þakka Einari kærlega fyrir komuna í
fjörðinn fagra.




Athugasemdir